Bloggarinn vaknar í fyrsta sinn

Ég vakna, nudda augun, ligg aðeins lengur í rúminu og staulast framúr. Ég vakna smátt og smátt og man hvar ég var stödd í veröldinni þegar ég fór að sofa. Að sofna er eins og ýtt sé á pásu, að vakna er eins og ýtt sé á play.
Í gær var laugardagur og það var ekki alveg minn dagur. Mér leið eiginlega bara hundilla - kveið því að strákarnir míninr væru að fara til útlanda til pabba síns í heilan mánuð. Ég hafði þó vit á því að drífa mig út að hjóla í góða veðrinu, skoða mannlífið í miðbænum og skreppa í heimsókn. Þetta hressti konuna auðvitað við!
Í dag er sunnudagur. Í dag vaknaði bloggarinn ég í fyrsta sinn. Ég hef aldrei áður vaknað sem bloggari. Ætli lífið verði eitthvað öðruvísi?

Eigið góðan dag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Guðrún  flott hjá þér mín kæra........nú fáum við "hin" að fylgjast enn betur með þínu lifshlaupi  "sjáumst" love

Anna "frænka" (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 11:32

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Velkomin í bloggheima.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.6.2010 kl. 11:34

3 identicon

Líst endalaust vel á þetta framtak! Vona að þú standir við fögur fyrirheitin og bloggir eins og vindurinn, nógu hefur þú frá að segja, það er næsta víst! Ætla að skella þér á linkalistann hjá mér :)

Bimma (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband