Mér finnst þetta fólk til fyrirmyndar, hvað finnst þér?

Í tilefni hvatningarátaksins Til fyrirmyndar (sjá nánar á www.tilfyrirmyndar.is) hef ég verið að hugsa um það hverjir mér finnast vera til fyrirmyndar.

Mér finnst:

Eva Jolie vera til fyrirmyndar í því hvernig hún berst fyrir réttlætinu og sýnir styrk og hugrekki

Ögmundur Jónasson vera til fyrirmyndar í að þora að fara eftir sannfæringu sinni

Jón Gnarr vera til fyrirmyndar í að þora að vera hann sjálfur og þora að hrista upp í hlutunum

Mamma mín í því að hafa eignast og alið upp sex börn og eiga svo mikla hjartahlýju

Pabbi minn í því að hafa róið hringinn í kringum Ísland á kayak og sýnt þannig fádæma viljastyrk

Jörgen Pind kennari í sálfræðideild HÍ - fyrirmyndarkennari sem sýnir nemendum hlýju og elskar greinilega sitt fag

 Ég gæti haldið lengi áfram en læt hér staðar numið í bili. Endilega bætið við þennan lista. Það er svo gaman og jákvætt að leiða hugann að fólki sem maður getur lært af og tekið sér til fyrirmyndar. Held barasta að maður ætti að gera þetta oftar! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband