Pirringur út í lögguna ...

Ef sá sem ók hraðast var á 121 km hraða, hvað ætli hinir hafi ekið hratt, 100, 110? Vá, ætli það sé svona gífurleg hættulegt í besta færi á fáfarinni brautinni. Hvernig er það, má lögreglan sekta mann ef maður er bara rétt yfir? Er ekki eitthvað öryggisbil þarna vegna ónákvæmni mæla og svoleiðis? Nú er ég ekkert á móti því að lögum og reglum sé framfylgt en smá sveigjanleiki í bestu aðstæðum er held ég alveg í lagi.

Lenti í því einu sinni að vera sektuð þegar ég ók um seint að kveldi í sakleysi mínu vil ég segja. Ég segi sakleysi vegna þess að ég var á það litlum hraða að mér datt ekki einu sinni í hug þegar ég var stöðvuð að það væri vegna hraða. Hélt að það væri eitthvað allt annað í gangi.

Þetta var í Lindarhverfinu á veginum sem liggur í gegnum hverfið upp hæðina. Ég geri ráð fyrir að ég hafi verið á svona 60 km hraða. Mér datt ekki til hugar að það væri minni hámarkshraði á svona stórum vegi og man ekki til þess að hafa séð neinar hraðamerkingar. Þekkti mig ekki í þessu hverfi. Vá hvað ég varð reið!


mbl.is Ellefu sektaðir á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er oft svo afstætt.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.7.2010 kl. 11:18

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held að ég fari rétt með, að vikmörk séu 5km, þannig að allt yfir 95 telur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.7.2010 kl. 16:10

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég ek oft suður og ég ek á svona 90, það er bara þægilegur ferðahraði á langkeyrslu, flestir taka fram úr mér, er suður kemur og ég fer ætíð í Reykjanesbæ og þá fyrst brjálast umferðin, ek þar á 100 og bílarnir skjótast framúr mér eins og þrumuský.
Ef að þessir bílar missa stjórn á bílnum þá voðin vís það vitum við, brautin er nefnilega ekki hraðbraut í Þýskalandi.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.7.2010 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband