Þegar ég var að byrja að blogga fyrr í sumar talaði ég um að ég ætlaði að gera eitthvað af því að læra í sumar. Ég er búin að vera að lesa fyrir kúrs þar sem meðaleinkunnin er yfirleitt á milli fimm og sex. Ég stefni á að ná góðri einkunn! Kúrsinn heitir Saga sálfræðinnar. Er ekki bara ágætt að vera búin að lesa eina 300 síðna bók og komin á bls 258 í annarri 500 síðna bók? Allavega er ég þokkalega sátt svona miðað við að vera í vinnu og síðan allt góða veðrið sem kallar á mann að fara út úr húsi.
Nú er liðinn mánuðu síðan tvö barnanna minna fóru til pabba síns sem býr erlendis. Ég og sú elsta sem ekki fór vegna vinnu, erum búnar að eiga góðan tíma saman. Það er svo dýrmætt að geta gefið börnunum tíma, spjallað, gert eitthvað skemmtilegt, hlegið og bara verið saman á fallegum sumardögum. Ég hlakka mikið til að hitta strákana mína aftur. Rosalega getur maður saknað þessara barna. Stundum verður manni næstum illt inni í sér af söknuði. Það er aftur á móti ekki alslæmt því þá finnur maður enn betur hvað er það dýrmætasta sem maður á.
Þessi tvö hlutverk mín sem ég hef rætt um hér eru skipta mig bæði miklu máli. Ég valdi það að gerast námsmaður og sé ekki eftir því þrátt fyrir ýmsa ókosti sem fylgja því. Kostirnir eru fleiri! Ég fann loksins það sem mig langaði að læra og það verður ekki aftur snúið. Ég ætla að komast upp á þetta fjall - það er enn spölur eftir en ég er farin að sjá í toppinn þarna einhvers staðar.
Foreldrahlutverkið er eflaust mikilvægasta, erfiðasta og mest gefandi hlutverk sem manni hlotnast á lífsleiðinni. Þvílík ábyrgð sem manni er falin - að móta aðra manneskju og koma til manns. Vonandi tekst manni sem best til í því ...
Eigið góðan dag!
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.