Ég er rétt nýbúin að stíga öðrum fætinum til jarðar í landi bloggara og er að undirbúa mig undir göngutúr í nýju landi. Mér líður eins og Íslendingi sem kemur í fyrsta sinn til Asíu. Ég veit ekkert hvað snýr upp og hvað niður. Mig langar að kynnast menningunni og læra að tala tungumálið. Um hvað talar fólk? Hvernig eignast það bloggvini og hvernig veit maður að einhver er yfir höfuð að lesa það sem maður skrifar?
Ég viðurkenni að þegar kemur að tækni þá fæ ég ekki háa einkunn en mér finnst gaman að skrifa. Ég bara kann ekkert á þetta allt saman! Jæja þá er að athuga hvort maður fær einhver viðbrögð. Eruð þið þarna úti einhvers staðar?
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 8488
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar þú ferð inn á síðu hjá öðrum bloggurum blasir við efst, hægra megin við miðju, orðið bloggvinir. Þú smellir á það. Þá kemur upp valflokkurinn "Senda skilaboð" eða "bæta X við". Þá smellir þú á seinni valkostinn.
Viðkomandi fær upplýsingar um þetta í tölvupósti. Hann smellir þá á að hann samþykki þig sem bloggvin (eða hafnar).
Í stjórnborðinu getur þú fundið lista yfir hvað þú færð mörg innlit dag hvern. Þennan lista getur þú sett á forsíðu bloggsins hjá þér. Þá þarftu ekki að fara í stjórnborðið til að fletta því upp. Sérð það bara strax og þú ferð inn á síðuna.
Jens Guð, 22.6.2010 kl. 22:48
Svona færðu listann yfir innlit til að birtast á forsíðu:
Jens Guð, 22.6.2010 kl. 22:58
bara skrifa eitthvað skemmtilegt, þessar ábendingar frá Jens eru góðar, svo er bara að hafa samband ef þig vantar einhverja aðstoð.
velkomin og gangi þér vel!
g
sandkassi (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 23:19
Velkomin á bloggið
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 22.6.2010 kl. 23:38
Takk takk!!! En hvar kemst ég í lista yfir aðra bloggara? Ég sé hvernig ég kemst inn hjá ykkur sem hafið svarað mér og svo hjá þeim sem eiga vinsælustu bloggin, þeim sem eru að blogga um fréttir og svoleiðis ... bara að spá ...
Guðrún Soffía Gísladóttir, 22.6.2010 kl. 23:58
Ég hef gjarnan veitt því líka eftirtekt hverjir eru bloggvinir annarra bloggara sem ég þekki. Svona bloggvinalistar eru yfirleitt á forsíðu hjá hverjum bloggara. Þannig tek ég eftir því hvort í þeim hópi eru einhverjir sem ég þekki sjálfur. Það flýtir fyrir ef maður þekkir einhvern sem er með langan lista hjá sér.
Einar Sigurbergur Arason, 23.6.2010 kl. 00:09
Ef þú ferð á síðuna www.blog.is þá eru þar lengst til hægri ýmsir listar. Til að mynda ef þú smellir á "Vinsælast" (ofarlega til hægri) þá getur þú séð 400 vinsælustu bloggarana. Þú getur líka smellt á "Ný blogg". Þar sérðu 400 nýjustu bloggarana.
Þarna fyrir neðan er listi yfir bloggflokka. Ef þú hefur áhuga á bílum, svo dæmi sé tekið, smellir þú á "Bílar og akstur". Þá sérðu 150 síðustu blogg um bíla og akstur.
Jens Guð, 23.6.2010 kl. 00:27
Brilliant! Nú ættu mér að vera flestir vegir færir :)
Guðrún Soffía Gísladóttir, 23.6.2010 kl. 00:30
ég held ekki að það sé neinn opin listi yfir alla bloggara, hef allavega ekki rekist á hann. Ég er með minn vinalista falin, sem sagt sýni hann ekki. Ástæðan er einfaldlega að hann var orðin svo langur að hlóðst allt of hægt inn.
Eins kann ég ekkert sérstaklega vel við að fólk noti vinalistann minn eins og var lýst hér að ofan (með fullri virðingu þó Einar, gerði þetta sjálfur á sínum tíma:). Einhverskonar prívatdæmi hjá mér.
Ef þú ert að leita að einhverjum sérstökum þá geturðu slegið inn nafninu á blog.is forsíðunni.
sandkassi (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 00:30
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir 3 árum var það til að eiga einföld samskipti við systkini mín, systkinabörn og nánasta vinahóp. Enginn þeirra var að blogga þannig að ég pældi ekkert í bloggvinum. Held ég hafi ekki vitað af því fyrirbæri til að byrja með.
Svo fóru gamlir kunningjar að banka upp á og ég fór að kíkja á þeirra blogg. Þar rakst ég á enn fleiri gamla kunningja og bankaði upp á hjá þeim. Það liðu ekki margar vikur þangað til bloggvinir og dagleg innlit töldu tugi. Boltinn hleður hratt utan á sig.
Ég man eftir að hafa orðið mjög undrandi þegar dagleg innlit fóru yfir 100. Svo bara hélt innlitunum og bloggvinunum áfram að fjölga. Þetta gerist af sjálfu sér. Reyndar skiptir einhverju máli að ég er með músíkdellu á háu stigi og öfgakenndar skoðanir á músík. Hópur músíkdellufólks fylgist því með og tekur þátt í umræðu og vangaveltum um músík á blogginu mínu. Fæst af því fólki þekkti ég áður en ég byrjaði að blogga en hef eignast þarna marga góða vini. Þar á meðal nokkra sem ég hef hitt utan bloggheima, svo sem á hljómleikum eða bara rekist á það fólk niðri í bæ.
Jens Guð, 23.6.2010 kl. 00:52
Er búin að setja þig á blogglistann hjá mér, en þar sem ég er ekki MoggaBloggari™ veit ekki hvernig þetta virkar hjá ykkur. Kýs að smíða mitt eigið bloggumhverfi og púsla fólki inn þar, en það er ekki sjálfkrafa gagnvirkt.
Annars var mjög gaman að sjá þig, þótt í mýflugumynd væri, í gær. :)
Kv
Bimma
Bimma (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 00:54
Velkomin Guðrún á bloggið. Þetta er flott bloggsíða hjá þér. Stendur þig vel, haltu því áfram
kv Stefan
Stefán Ingi Guðjónsson, 23.6.2010 kl. 01:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.