Hjúkk maður - loksins jákvæð frétt fyrir námsmenn :)

Gott mál! Við vorum örugglega mörg sem áttuðum okkur ekki á því að námslán okkar myndu skerðast við það að taka út viðbótarlífeyrissparnaðinn. Ég verð að segja að mér léttir mjög við að heyra af þessari breytingu. Ég er strax búin að senda LÍN bréf með beiðni um leiðréttingu á lánunum :)

Við nemar höfum ekki fengið margar jákvæðar fréttir undanfarið frekar en aðrir. Námslán okkar sem eigum börn munu skerðast á næsta námsári því framlag með hverju barni umfram fyrsta barn mun skerðast. Sum okkar fáum jafnvel engin námslán. Ég þurfti t.d. af persónulegum ástæðum að hægja á mér í náminu. Nýjar reglur LÍN gera ráð fyrir fleiri einingum á önn en áður til að nemar eigi rétt á námslánum. Ég mun ekki ná upp í þetta nýja lágmark.

 Það leit allt ljómandi vel út áður miðað við þær forsendur sem ég gekk út frá þegar ég planaði þetta allt saman. Tvær annir eftir núna- seinni önnin reddast vegna þess að sérreglur gilda um þá sem eru að klára, en aðeins síðustu önnina. Hvað á maður þá að gera næstsíðustu önnina? Bæta við sig einhverjum fögum bara til að fá námslán? Það er hugsanlega möguleiki en ég skil ekki hvernig það hjálpar LÍN að spara. LÍN þarf þá að borga mér meira þegar upp er staðið. Var ekki tilgangurinn að spara hjá Lánasjóðnum?


mbl.is Skerðir ekki námslán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Soffía Gísladóttir

Þið sem eruð að leið í nám - undirbúið ykkur undir að lifa við það að reglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna geta breyst nánast fyrirvaralaust. Frekar súrt í broti en svona er þetta því miður.

Guðrún Soffía Gísladóttir, 1.7.2010 kl. 13:39

2 identicon

Margir hafa einfaldlega gefist upp á þessu kerfi og vinna frekar fullt starf með námi. Mér finnst það vera sorglegt að fólk geti ekki tekið nokkur ár til að einbeita sér að náminu.

Geiri (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 14:54

3 Smámynd: Hecademus

Sæl Guðrún. Ég segi þér, að fyrr en seinna verður bylting í námsmálum Íslendinga. Framtíðin mun bjóða upp á stafrænt nám sem öllum verður aðgengilegt á gríðarlega lágu verði, það verður svo til frítt.

Ég segi það eitt, en segi ekki meir :)

Kv...

Hecademus, 2.7.2010 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband