Sko - mér finnst ferlega gaman að blogga en það er bara eitt. Það svara manni svo fáir. Það finnst mér ekkert sérstaklega skemmtilegt. Ég er ný í bloggheimum og á svo sem ekki marga bloggvini ennþá. Ég nenni eiginlega ekki að tala við engann - svo ef það er einhver að lesa þetta, þá vinsamlegast látið mig vita. Mér líður eiginlega eins og ég sé persóna í sögunni Palli var einn í heiminum ...
Enginn er ekkert skemmtilegur og maður verður frekar einmana að eiga hann að vini. Ef þú ert ekki Enginn þá segi ég - hæ gaman að fá þig hingað í heimsókn :)
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 8488
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar ég byrjaði að blogga á sínum tíma, er eiginlega hættur núna að þá tengdi ég við fréttir. Því eðlilega var ég með fáa bloggvini á þeim tíma og lítinn lesendahóp.
Tengingin við fréttirnar er til þess að miklu stærri hópur kemur inn á bloggið og hægt að vinna út frá því :)
En engin ástæða til að hætta, nýbyrjuð.
Kv.
Einar (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 23:43
Þínar hugrenningar eru ekki ósviðaðar og mínar þegar ég ritaði mig fyrst inn á blogg völlinn.
Bloggtengingar við fréttir eru ekki óeðlilegar því fréttir og fréttatengt efni er jú það sem mest er í umræðunni dag hvern, hikaðu því ekki við það, svo má alltaf bæta við einhverju fréttum ótengdum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.7.2010 kl. 00:01
Ég er nýbyrjuð að blogga eins og þú. Áður var ég búin að lesa bloggið í marga mánuði og langaði til þess að vera með. Var samt dálítið feimin við það, fannst að þá yrði ég kanski opinber persóna og allt það. Suma dag hef ég ekkert að segja en aðra daga get ég ekki beðið með að setjast til tölvuna og blogga. Ekki hætta að blogga, baráttu-bloggkveðja, Inga
Ingibjörg Kristrún Einarsdóttir, 3.7.2010 kl. 14:34
Takk fyrir ábendinguna Einar og Axel og takk fyrir hvatninguna Inga!
Hef nú stigið það skref að blogga við fréttir en ætla líka blogga um annað sem mig langar þegar ég er í stuði. En vá hvað það breytir miklu að tengja skrif sín við fréttir. Svaka stuð að fá svona margar heimsóknir og að fá loksins viðbrögð. Þetta er sko of gaman til að ég hætti :)
Guðrún Soffía Gísladóttir, 4.7.2010 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.