Vonandi nær lundinn sér á strik! Ætli kanínunum sé eitthvað farið að fækka? Var búin að heyra að þær væru að eyðileggja holurnar ...
Ég á skemmtilegar, spennandi en líka sorglegar minningar frá lundapysjutímum í Eyjum. Maður fór út með pappakassa að leita að lundapysjum sem villtust margar inn í bæinn í fyrsta flugi sínu. Það var ótrúlega spennandi að leita, finna og bjarga þessum ungum lundanna.
Einu sinni fann ég skrofu. Man hvað hún beit mig fast! Ég man þegar ungur nágranni, sennilega nýkominn með bílpróf bakkaði ofan á pysju sem var undir bílnum hans. Við krakkarnir litum hann aldrei sömu augum eftir það. Ég man þegar við systurnar tókum upp á því að bjarga olíublautum lundapysjum úr höfninni, setja þær í bað í bala heima og gefa þeim hráan fisk að borða. Einhverjar þeirra drápust en aðrar lifðu.
Ég man þegar við reyndum að kenna þeim að fljúga fyrir utan húsið heima, ein þeirra var of duglegur nemandi og flaug í burt frá okkur. Ég man þegar við krakkarnir vorum að metast um hverjir hefðu fundið flestar pysjurnar - og hvað við vorum stundum hrædd um að skúmarnir ætu þær þegar við slepptum þeim út á sjó! Vá maður fer alveg á flug í minningunum :)
Betri horfur hjá lundanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 8488
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki vissi ég að þú hefðir búið í Eyjum ! finnst þú bara alltaf hafa verið Húsvíkingur
Ásdís Sigurðardóttir, 4.7.2010 kl. 12:28
Húsvíkingur? Hehehe hef varla stigið fæti á húsvíska grund :)
Guðrún Soffía Gísladóttir, 4.7.2010 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.