Hún leit á klukkuna, jæja best að drífa sig af stað. Eins gott að ná strætó til að komast á réttum tíma á fundinn. Það var eiginlega sniðugast að leggja af stað rúmum klukkutíma fyrir settan tíma og það gerði hún. Strætó á hálftíma fresti í sumar - það sökkar eins og unglingarnir segja - en þá var bara að skoða í búðir á hinum endanum, ekki endilega svo slæmt!
Vinkona mín steig upp í vagninn, en úps! Hvar voru peningarnir? Æææ hún gleymdi þeim. Strætókortið nýútrunnið og engir strætómiðar í vasanum. Best að athuga hvort bílstjórinn myndi sýna skilning og leyfa henni að fljóta með.
Ég er í smá vandræðum - stundi hún upp- var að uppgötva að ég er ekki með pening á mér - takið þið nokkuð kort? Bílstjórinn svaraði frekar hranalega að svo væri ekki. Hún spurði þá hvort það væri nokkuð möguleiki að hún fengi að fljóta með ef hún borgaði bara tvöfalt í bakaleiðinni. Þegar hann svaraði að hann mætti ekki lána og henti henni hálftpartinn út raddblænum einum saman fauk í þessa annars dagfarsprúðu vinkonu mína. Hún sagði honum að hann væri ósveigjanlegur leiðindagaur og fór út.
Fúlt, næsti strætó ekki fyrr en eftir hálftíma. Hún gekk þungum skrefum í næstu búð, keypti sér eitthvað smáræði og borgaði með debetkorti í þeirri von að ná út smá pening. En nei, upphæðin mátti ekki vera hærri en varan kostaði. Hinum megin í byggingunni átti hins vegar að vera hægt að borga hærri upphæð og fá peninginn út. Það tókst, hún fékk 1000 kr yfir, ekki krónu meira. Hún settist niður til að narta í eitthvað af þessum óþarfa sem hún hafði keypt, fálmaði eitthvað ofan í vasa og fann þá 1000 kr sem höfðu verið þar allan tímann. Fáviti gat hún verið. Hefði hún þá komist með?
Jæja, það fór að styttast í næsta strætisvagn. Eitthvað fór hjartað að slá hraðar þegar hún beið. Hvað ef 2000 kr væri ekki nóg? Hvað kostaði aftur kort? Æi hvernig átti hún að vita það? Búin að vera með nemakort í marga mánuði? Bíddu kostar ekki eitt far 280 kr? Ætli þeir selji ekki örugglega misstór kort? Vonandi eru þeir ekki bara með 10 miða kort. Úff, hún hefði hvort eð er ekki getað reddað sér meiri pening. Enginn hraðbanki þarna.
Jæja þarna kom hann. Hún steig inn ákveðnum skrefum og sagðist ætla að fá kort. Bílstjórinn með svörtu sólgleraugun teygði sig í kortið, 2500 kr takk. Heyrðu, stundi hún upp, ég er bara með 2000 krónur, geturðu gefið mér til baka ef ég borga eitt far? Svarið var ískalt nei. En seljið þið þá ekki minni kort? Svarið var enn kaldara nei. Hann bætti svo við að hún gæti borgað 500 krónur fyrir farið, annars yrði hún að fara út. Nú var allur aumingjaskapur á bak og burt. Reiðin gaus upp í vinkonunni og hún sagði að út færi hún ekki og svo sannarlega myndi hún ekki borga 500 krónur fyrir eitt far. Hann hlyti að geta fundið eitthvað út úr þessu, hún væri jú með pening.
Bílstjórinn sneri sér þá í átt að míkrófóni við hliðina á sér og sagði í hann að hann þyrfti lögregluaðstoð. Vinkonan lét þetta sem vind um eyrun þjóta, gekk inn í vagninn og spurði farþegana hvort einhver gæti skipt 500 kalli. Það gat enginn en nokkrir góðviljaðir farþegar skutu saman í púkk fyrir einu fari og réttu henni. Hún roðnaði, varð niðurlút og tautaði einhver þakklætis og afsökunarorð, gekk svo til bílstjórans og borgaði.
Guð minn góður! Þvílíkt og annað eins. Henni leið eins og stórglæpamanni og betlara á sama augnarblikinu. Tilfinningarnar hringsnerust í hjarta hennar. Skömmustutilfinning, reiði, leiði, stolt yfir að hafa ekki látið þennan leiðindapúka henda sér út. Hún var bæði looser, asni, mesti klaufi í heimi og hetja vegna þess að hún hafði þó reddað sér!
Allt í einu mundi hún eftir týpu sem minnti hana á báða þess bílstjóra. Georg Bjarnfreðarson! Þetta voru pottþétt bræður hans hugsaði hún. Hún brosti og ákvað að senda Jóni Gnarr borgarstjóra bréf um málið og beiðni um að senda alla strætóbílstjóra á mannasiðanámskeið.
Bréfið hefur ekki enn verið sent. Um glæpakvendið vinkonu mína seinheppnu er það að segja að hún er eitthvað farin að efast um ágæti þess að hafa lagt bílnum og notast við strætó. Henni líður meira og meira eins og hún hafi hrapað niður marga metra í þjóðfélagsstiganum við það skref. En kannski Jón Gnarr gæti eitthvað hjálpað?
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 8488
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áhugaverð saga. Ég held að ég muni það rétt að Magnús Skarphéðinsson, hvala-, músa- og geimveruvinur, hafi verið rekinn frá Strætó á sínum tíma fyrir að sýna viðskiptavinunum of mikla lipurð.
Þar sem ég vinn við útkeyrslu nota ég ekki strætó. Hinsvegar er mér minnisstætt atvik sem gerðist fyrir 30 árum eða svo. Þá var ég í strætó. Vagninn hleypti 10 - 12 ára krakka út við stoppistöð á Háaleitisbraut. Krakkinn lenti eitthvað illa, rak upp óp og varð draghaltur. Bílstjórinn stökk út, greip barnið í fangið og setti aftur inn í vagninn. Síðan brunaði hann af stað og tilkynnti í hátalarkerfi farþegum að um neyðartilvik væri að ræða. Hann yrði að koma barninu á Slysó.
Á leiðinni þangað spurði hann krakkann hvort hann gæti haft samband við foreldra sína. Ég man ekki hvað kom út úr því. En bílstjórinn bar krakkann inn á Slysó. Á meðan biðum við farþegarnir úti í vagninum. Ég man ekki hvernig framhaldið á þessu var. Aftur á móti man ég að við farþegarnir vorum hrifnir af vinnubrögðum bílstjórans. Óþægindi okkar af töfinni skiptu ekki máli undir þessum kringumstæðum.
Jens Guð, 28.6.2010 kl. 15:57
Frábært að heyra þessa gömlu sögu. Þetta er almennilegt!
Guðrún Soffía Gísladóttir, 29.6.2010 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.