Getið þið nýtt ykkur þetta? Ég vona það!

Af hverju verður maður alltaf tortrygginn þegar maður heyrir jákvæðar fréttir eins og þessa? Maður á einhvern veginn aldrei von á nokkru öðru en því að verið sé að reyna að taka af manni allt sem hægt er. Sennilega er það traustið á stjórnvöldum sem er farið út um gluggann. Þá er ég ekkert frekar að tala um þessa ríkisstjórn en þá síðustu.

Kannski þarf maður að reyna að verða aðeins jákvæðari ... þetta er gott mál svo langt sem  nær. Það hljóta að vera einhverjir sem geta farið út í endurbætur á húsnæði sínu þó að það sé varla hátt hlutfall þeirra sem eiga fasteign. Ef ég væri í þeirra hópi myndi ég drífa í pallinum og fleiru sem hefur þurft að bíða enda ekki slæmt að fá endurgreiddan virðisaukaskatt af vinnu iðnaðarmannanna og að fá skattaafslátt. Vonandi fá einhverjir iðnaðarmenn vinnu út á þetta.

Hvað segið þið bloggarar og aðrir, getið þið nýtt ykkur þetta?

 


mbl.is Hvatt til framkvæmda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég get kannski ekki nýtt mér þetta, en gleðst með þeim sem geta það, ætlaði eiginlega að segja blessuð og sæl, gott að lesa jákvæð skrif eða þó þau séu um neikvæða hluti, þá samt á jákvæðan hátt.
Gangi þér vel með allt sem þú gerir.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.7.2010 kl. 12:13

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ekki get ég nýtt mér þetta, enda leyfir heilsa okkar ekki að við förum út í svona verkefni.  Annars erum við bara góð.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.7.2010 kl. 12:22

3 Smámynd: Elínborg

Sæl Guðrún Soffía,

er alveg sammála þér með tortryggnina, það er eins og maður búist alltaf

við að aðeins hálf sagan sé sögð...

Já, líklega er það traustið sem er alveg farið, á flestu stjórnmálafólki.Enda

ekkert skrítið. En ég er einmitt í þeirri afleitu stöðu að geta lítið sem ekkert

gert vegna erfiðra aðstæðna. Og er reið vegna þess.Fólk verður reitt þegar því er þröngvað í aðstæður sem það velur sér ekki.Sem er það sem er að gerast á Íslandi. En ég held í vonina um betri tíma og vona sannarlega að

fólk geti nýtt sér þettta.

Elínborg, 7.7.2010 kl. 12:34

4 identicon

Þetta gengur ekki útá almenning, heldur það að reyna að útrýma svartri atvinnustarfsemi á íslandi

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 13:03

5 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ég gætio kanski nýtt mér þetta ef að þetta næði yfir efniskaup einnig, ég hef kanski einhverjar krónur til að versla málningu, og timbur og eitthvað annað til að halda við húskofanum, en ég hef ekki krónur til að borga iðnaðarmanni allt að 10.000.- kr í tímakaup, og fá svo 24,5% af því tl baka, það gengur bara ekki upp....

Eiður Ragnarsson, 7.7.2010 kl. 13:42

6 Smámynd: Guðrún Soffía Gísladóttir

Takk fyrir athugasemdirnar kæru þið!

 Þetta er auðvitað líka leið til að minnka svarta vinnu eins og Óskar bendir á. Gaman væri að sjá útreikning á dæminu ef t.d. Jón kaupir vinnu sem er ekki gefin upp versus það að sr Jón kaupi vinnu sem er gefin upp. Er einhver sem nennir að setja upp svona dæmi svona just for the fun of it ...

Svo vona ég að sem flestir séu ekki að svindla á kerfinu því það kemur okkur öllum illa á endanum. En ég skil hina samt alveg rosalega vel á þessum síðustu og verstu.

Guðrún Soffía Gísladóttir, 7.7.2010 kl. 14:10

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sæl Guðrún Soffía, takk fyrir mótökurnar.

Já það væri gaman að fá svona dæmi á síðuna, endilega koma einhver

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.7.2010 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband